Fréttir frá Minsk í Beinni!

Fréttir frá Minsk í Beinni!

Leik lokið.
Úrslitin ekki þau sem við óskuðum en svona er þetta. Við þökkum Árna Birni og Guðmundi Árna aðstoðar manni hans kærlega fyrir góðar og tíðar upplýsingar. En nú er um að gera að klæða sig í regngallann og rölta uppí Kaplakrika þar sem FH stelpurnar taka á móti Haukum.

BATE jafnar
Staðan því 1 – 1 og örfáar mínútur eftir af leiknum. FH fellur úr evrópukeppninni þetta árið.

Logi og Tommy inn.
Þegar rétt rúmar tíu mínútur eru eftir, þá gerir Óli breytingu. Hann skiptir Loga inn fyrir Tryggva og Sverrir fer út fyrir Tommy. Stutt til leiks loka þannig að nú er að duga eða drepast.

Sverrir kominn með gult.
Nú rétt í þessu fékk Sverrir gult spjald fyrir að taka vel á einum leikmanni BATE. Logi er að koma inná. Rúmlega 70 mínútur liðnar af leiknum.

Ásgeir kominn inná fyrir Venna.
Lítið að gerast í augnablikinu, BATE aðeins sótt í sig veðrið en FH staðist pressuna með prýði. Ásgeir kom inná í stað Sigurvins.

Seinni hálfleikur farinn af stað.
Liðin leika nú bæði einum færri þar sem leikmanni BATE var vísað af leikvelli með rautt fyrir að hafa gefið Auðuni olnbogaskot. Dómarinn vildi þó meina að Auðun hafi byrjað á látunum. Tvö gul spjöld hafa farið á loft það sem af er seinni hálfleik.

Hálfleikur – einum færri.
Það er nokkuð ljóst að það verður erfitt að komst áfram, einum færri í síðari hálfleik. En það er ljóst að allt er hægt í fótbolta.

Allt að sjóða uppúr – Auðun kominn með rautt.
Síðustu fréttir herma að Auðun hafi verið að fá rautt fyrir “ég veit ekki hvað” eins og það var orðað. Leikmaður BATE á að hafa brotið gróflega á Matta Vill. Nánari útskýring innan skamms.

FH 1 – BATE 0
Tryggvi Guðmundsson var að koma okkur yfir skoraði úr víti.

Davíð fær gult.
Davíð Þór fékk rétt í þessu að líta gula spjaldið. Hann stöðvaði BATE mann vasklega eftir hornspyrnu FH-inga. FH eru enþá líklegri þegar 30 mínútur eru liðnar af leiknum.

FH líklegri
Síðustu mínútur höfum við verið sterkari og líklegri til að setja hann. Fyrirmælin hafa greinilega verið að pressa þá stíft og mæta hátt uppi á vellinum. BATE menn verjast þó vel.

Fyrstu mínúturnar.
Á fyrstu mínútum hafa bæði lið átt eitt skot að marki. Það er ljóst að FH þarf að eiga stóleik til að komast áfram. Árni Björn lætur okkur vita um framhaldið.

Byrjunarlið FH
Daði Lárusson –
Guðmundur Sævarsson, Auðun Helgason, Sverrir Garðarsson, Freyr Bjarnason –
Sigurvin Ólafsson, Davíð Þór Viðarsson Bjarki Gunnlaugsson –
Matthías Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Tryggvi Guðmundsson.

Semsagt Dennis út fyir Bjarka og Auðun inn fyrir Tommy.

Fréttir hafa verið misvísandi í dag af beinni útsendingu sem kynnt var í dagskrá blaðana. Þá sögðum við hér á síðuni í dag að leikurinn hæfist 17.00 en það var rangt og hann hófst nú klukkan 16.00. En allavega engin útsendingin þannig að textalýsing þarf að duga að þessu sinni.

Eins og flestir ættu að vita þá er meistaraflokkur karla staddur í Minsk en þeir eiga leik við BATE í kvöld í 2. umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Frá Minsk er allt gott að frétta og hópurinn er í góðum málum. Hér kemur skýrsla frá hinum hundtrygga Árna Birni sem staddur er með liðinu í Minsk.

FH liðið kom upp a hòtel um kl 20 að minskum tìma í fyrradag en kl. 17 skv Kaplatìma en skv. Gps eru 2956km í Krikann. Ferðalagið tòk um 13 tìma en við lögdum af stað kl 4 aðfaranótt mánudags úr Krikanum. Það gekk vel ad fljúga til Köben en þaðan var tekin leiguvèl til Hvíta Rússlands. Þar beið okkar skrifinskubàkn sem þurftu að grandskoða passana svo allt vœri eftir settum reglum. Þegar menn voru bùnir

Aðrar fréttir