Fréttir úr kvennahandboltanum

Fréttir úr kvennahandboltanum

Það eru góðar fréttir úr herbúðum kvennaliðs FH en tveir leikmenn hafa gengið til liðsins á ný ásamt því að Jón
Gunnlaugur Viggósson hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa liðið.

Jón Gunnlaugur skrifaði undir tveggja ára samning en hann tók við þjálfun meistaraflokks FH á miðju síðasta tímabili
og eru forráðamenn FH mjög ánægðir með þá þróun og þær breytingar sem orðið hafa á liðinu síðan þá.

Hafdís Hinriksdóttir og Gunnur Sveinsdóttir hafa gengið til aftur til liðs við FH en það er gífurlegur styrkur fyrir liðið enda
góðir leikmenn með mikla reynslu. Hafdís lék með Fram á síðasta tímabili en Gunnur lék með Stjörnunni seinni hlutann.
Báðar hafa þær leikið með A-landsliði Íslands. Gunnur kemur einnig til með að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks.

Það er greinilegt að FH ætlar að blanda sér í baráttuna um að komast í úrslitakeppnina á næsta tímabili en vel er haldið
utan um liðið og til að mynda mun liðið fara erlendis í æfingaferð áður en tímabil hefst.


Aðrar fréttir