Freysi framlengir við FH til 2020

Arnar Freyr Ársælsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við FH.

„Það er mjög ánægjulegt að Freysi hafi ákveðið að vera áfram hjá okkur í Fimleikafélaginu næstu tvö árin segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH. Freysi er einn besti varnarmaður Olísdeildarinnar, frábær sóknarmaður og karakter sem á sér fáa líka. Hann er gríðarlega mikilvægur í okkar félagi.“ sagði Ásgeir ennfremur eftir undirskrift dagsins.

Á myndinni má sjá Arnar Frey og Ásgeir Jónsson handsala samninginn.

Aðrar fréttir