Frístundaakstur fyrir sex og sjö ára börn

Sex og sjö ára börnum er boðið upp á frístundaakstur frá öllum grunnskólum í Hafnarfirði á virkum dögum í vetur þegar skólastarf er.

Ekið er á knattspyrnuæfingar hjá FH í Kaplakrika. Um er að ræða æfingar sem hefjast um kl. 15:00 og síðan sækja forráðamenn börnin á íþróttasvæðið þegar æfingu er lokið.

  • Foreldrar/forráðamenn skrá barn á æfingu hjá viðkomandi íþróttafélagi og greiða æfingagjöld
  • Foreldrar/forráðamenn skrá barn í ókeypis akstursþjónustu á Mínar síður á hafnarfjordur.is: https://ibuagatt.hafnarfjordur.is/OnePortal/NewApplication.aspx?id=315
  • Tímatafla akstursþjónustu verður gefin út þegar skráningu er lokið 10. september
  • Starfsmenn frístundaheimila hafa umsjón með börnunum í hverjum bíl og tryggja öryggi þeirra á leið á íþróttaæfingu
  • Foreldrar/forráðamenn sækja börnin þegar æfingu er lokið til viðkomandi íþróttafélags

Allar nánari upplýsingar um frístundaaksturinn er hægt að nálgast hjá frístundaheimilum bæjarins.

 

Aðrar fréttir