Frjálsar á Álftanesi.

Frjálsar á Álftanesi.

Frjálsar á Álftanesi.

Tekist hafa samningar á milli Frjálsíþróttadeildar FH og UMFB um að kenna frjálsar íþróttir á Álftanesi. Samstarfið hefur verið síðan í haust og átti það upphaflega að vera fram að áramótum, en þar sem þáttaka hefur verið góð og foreldrar almennt ánægðir hefur verið ákveðið að kenna fram í maí.

Á æfingunum er farið í undirstöðuatriðin í flest öllum greinum frjálsra íþrótta, þ.e. hlaupagreinar, stökkgreinar og kastgreinar.

Æft verður í tveimur aldurshópum áfram og fara æfingarnar fram í íþróttahúsinu á Álftanesi:

-10 til 12 ára, kl 09:00 – 10:00

– 7 til 9 ára, kl 10:00 – 11:00

Þau börn sem vilja geta einnig farið á æfingar hjá FH á öðrum dögum og mun þjálfari veita frekari upplýsingar.

Daði Rúnar Jónsson mun sjá um þjálfunina, en hann hefur verið leiðbeinandi á námskeiðum hjá FH s.l. 3 ár og sá um skipulag og stjórnun námskeiðana síðastliðið sumar. Einnig sér Daði um þjálfun sömu aldurshópa hjá frjálsíþróttadeild FH. Hann hefur lokið þjálfunarstigi 1a og 1b og verið keppnismaður í frjálsum íþróttum. Var m.a. í unglingalandsliðinu og hefur verið s.l. 2 ár í A-lansliðinu í 800m hlaupi.

Stjórn UMFB vonar að foreldrar hvetji börn sín til að nýta þetta tækifæri til að stunda frjálsar íþróttir.

Smellið hér til að sjá myndir frá æfingu hjá þeim.

Aðrar fréttir