Nýtt tímabil hefst mánudaginn 28. ágúst hjá yngri flokkum. Skráning fer nú fram í gegnum Sportabler og eru æfingagjöld birt í kerfinu. Kerfið er einnig notað fyrir öll samskipti og smærri greiðslur. Frjálsar íþróttir eru að mörgu leiti frábrugðnar öðrum íþróttum. Frjálsar eru einstaklingsíþrótt sem reynir á marga þætti svo sem hlaup, stökk og köst. Í frjálsum er ekki kynjaskipt og við leggjum mikið upp úr sterkum hópanda. Allir krakkar eru boðnir velkomnir í Kaplakrika til að prófa frjálsar!
Hægt er að nýta frístundastyrk frá eftirfarandi sveitafélögum fyrir iðkendur frá 6 – 18 ára aldri með lögheimili í viðkomandi sveitafélagi.
Heildarupphæð sem niðurgreiðsla nemur dregst frá heildarupphæð æfingagjalda en styrknum er ráðstafað við skráningu í Sportabler með að haka við „nýta frístundastyrk“ og velja upphæð til ráðstöfunar.
Skráðu þig á póstlistann okkar, þannig að þú missir ekki af viðburðum, tilboðum og skemmtilegum póstum.