
Frjálsíþrótta og heilsumámskeið
Námskeiðalýsing
Í sumar verða haldin frjálsíþrótta- og heilsunámskeið á vegum
frjálsíþróttadeildar FH.
Námskeiðin verða haldin á frjálsíþróttavelli
félagsins í Kaplakrika.
Námskeiðin eru fyrir 6-11 ára (fædd 1995-2000)
Tími: Mánudaga-Föstudaga kl. 13:00-16:00.
Boðið er upp á gæslu kl. 16:00-17:00.
Á námskeiðunum verður farið almennt yfir mataræði, hollustu og hreyfingu.
Við kynnum ólíkar greinar frjálsíþrótta og förum í skemmtilega leiki.
Í lok hvers námskeiðs verður uppskeruhátíð og allir fá viðurkenningarskjal.
Á hverju námskeiði verður haldið frjálsíþróttamót þar sem börnin fá að
spreyta sig ásamt því að boðið verður upp á Stórmót Gogga galvaska í
Mosfellsbæ dagana 26. – 27. júní og Gaflarann 7. – 8. ágúst.
Börnin eiga að koma með nesti en lögð er áhersla á að þau komi með hollan
mat svo sem ávexti, grænmeti, mjólkurmat (skyr) og holla drykki.
Námskeiðin verða haldin:
10.– 25. júní
28. júní – 9. júlí
3. – 13. ágúst
Aðrar fréttir
Komdu á póstlistann!
Skráðu þig á póstlistann okkar, þannig að þú missir ekki af viðburðum, tilboðum og skemmtilegum póstum.