Frjálsíþrótta – og heilsunámskeið FH

Frjálsíþrótta – og heilsunámskeið FH

Í sumar verða haldin þrjú frjálsíþrótta- og heilsunámskeið á vegum frjálsíþróttadeildar FH. Námskeiðin verða haldin á frjálsíþróttavelli félagsins í Kaplakrika. Námskeiðin eru fyrir
6-11 ára fædd 1998-2003, eftir hádegi frá kl. 13–16, og er boðið upp á gæslu milli 16 og 17 fyrir þá sem vilja, en það verður að tilkynna starfsmönnum. Verðið er kr. 4.000 á námskeið.

Á námskeiðunum verður farið yfir mataræði, hollustu og hreyfingu almennt. Þá eru hinar ólíku greinar frjálsíþrótta teknar fyrir, s.s. stangarstökk, langstökk, hástökk, kúluvarp, boltakast og spretthlaup, ásamt mörgum leikjum. Í lok hvers námskeiðs verður pizzuveisla og allir fá viðurkenningarskjal. Á hverju námskeiði verður haldið frjálsíþróttamót fyrir börnin þar sem þau fá að spreyta sig ásamt því að boðið verður upp á Stórmót Gogga galvaska 19.-21. júní í Mosfellsbæ og Hafnarfjarðarmeistaramót um miðjan ágúst. Börnin skulu vera klædd eftir veðri og hafa með sér hollt nesti, mælt er með ávöxtum og grænmeti.

Námskeiðin verða sem hér segir:
10.-26. júní
29. júní – 10. júlí
4.–14. ágúst

Upplýsingar um námskeiðin veita Iðunn Arnardóttir, sími 693 2478, eða í netfangi  idunn89@hotmail.com
og Kristrún Helga Kristþórsdóttir, sími  698 2716, eða í netfangi  KristrunHeKr@kvenno.is .

Hægt verður að skrá börnin á heimasíðu félagsins https://fh.is , einnig er hægt að skrá börnin á staðnum.

Aðrar fréttir