Frjálsíþrótta- og leikjanámskeið í Krikanum 2014

Frjálsíþrótta- og leikjanámskeið í Krikanum 2014

Frjálsíþrótta- og leikjanámskeið í Krikanum 2014

Í sumar verða haldin frjálsíþrótta- og leikjanámskeið á vegum frjálsíþróttadeildar FH í Krikanum.

Námskeiðin verða haldin á frjálsíþróttavellinum og í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika.

Námskeiðin eru fyrir börn 6-10 ára (fædd 2004 – 2008).

 

Tími:  Mánudagar – föstudagar kl. 9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00

Boðið er upp á gæslu eftir hádegi kl. 16:00 – 17:00 fyrir þá sem vilja.

Á námskeiðunum eru hinar ólíku greinar frjálsíþrótta teknar fyrir, svo sem:

  • Langstökk
  • Hástökk
  • Kúluvarp
  • Boltakast
  • Spretthlaup

Að auki verður farið í íþróttatengda leiki.  Námskeiðin verða í frjálsíþróttahúsinu ef veður er ekki gott.

Í lok hvers námskeiðs verður pizzuveisla og allir fá viðurkenningu.  Stefnan er tekin á nokkur frjálsíþróttamót fyrir þennan aldurshóp, annað hvort námskeiðamót eða stærri mót eins og 17.júní mót FH.

 

Námskeiðsgjald er 7.000 kr.  Systkinaafsláttur þar sem fyrsta barn greiðir fullt gjald, önnur greiða 4.000 kr.

Skráning fer fram á heimasíðu félagsins, www.fh.is/frjalsar og á síðunni http://www.fhfrjalsar.net/

Einnig er hægt að skrá börnin á staðnum í upphafi hvers námskeiðs.

Upplýsingar veita:

María Kristín Gröndal, farsími 697 7990, póstur: mariakristing@gmail.com

Álfrún Ýr Björnsdóttir, farsími 847 7273, póstur: alfrun09@gmail.com

Aðrar fréttir