Frjálsíþróttanámskeið í Krikanum

Frjálsíþróttanámskeið í Krikanum

Námskeiðalýsing

Í sumar verða haldin frjálsíþrótta- og leikjanámskeið á vegum frjálsíþróttadeildar FH í Kaplakrika
Námskeiðin eru fyrir 6-10 ára (börn fædd 2003-2007)
Tími: Mánudaga-Föstudaga kl. 13:00-16:00. 
Boðið er upp á gæslu frá kl. 16:00-17:00 fyrir þá sem vilja.
Á námskeiðunum eru hinar ólíku greinar frjálsíþrótta teknar fyrir, svo sem:
  • stangarstökk
  • langstökk
  • hástökk
  • kúluvarp
  • boltakast
  • spretthlaup
ásamt því að við förum í leiki tengda íþróttum. Börnin skulu vera klædd eftir veðri og hafa með sér næringaríkt nesti s.s. ávexti, grænmeti, skyr og hollt að drekka.
Í lok hvers námskeiðs verður pizzuveisla og allir fá viðurkenningarskjal. 
Stefnan er tekin á þrjú frjálsíþróttamót fyrir þennan aldurshóp: 
17. júní mót ÍTH í Hafnarfirði
Stórmót Gogga galvaska í Mosfellsbæ dagana 28.-30 júní 
Gaflarann í byrjun ágúst (fyrir þau sem eru 10 ára). 
Námskeiðin verða haldin:
-1. námskeið 10. júní -21. júní 
-2. námskeið 24. júní -5.júlí 
-3. námskeið 6. ágúst -16. ágúst 
Námskeiðsgjald er 6.000 kr. Veittur er systkinaafsláttur, fyrsta barn greiðir fullt gjald, önnur greiða 4000 kr.
Skráning fer fram á heimasíðu félagsins www.fh.is/frjalsar og á síðunni www.fhfrjalsar.com/skraning.
Einnig er hægt að skrá börnin á staðnum í upphafi hvers námskeiðs. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru á heimasíðunni og hjá:
 
• Álfrúnu Ýr Björnsdóttur , sími: 8477273, netfang: alfrun09@gmail.com 
• Steinunni Örnu Atladóttur, sími: 8439820

Aðrar fréttir