Fulltrúar FH í yngri landsliðum í handbolta

Valdir hafa verið æfingahópar yngri landsliða í handbolta, sem taka þátt í verkefnum í sumar. Við FH-ingar eigum að sjálfsögðu fjölmarga flotta fulltrúa í þessum hópum, og eru þeir eftirfarandi:

Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fyrir drengi og stúlkur fædd 2008 (Skólastjórar: Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir) var haldinn helgina 12-13. júní.

 • Dagný Þorgilsdóttir
 • Embla Björg Ingólfsdóttir
 • Ólafía Þóra Klein
 • Stefanía Heimisdóttir
 • Ómar Darri Sigurgeirsson
 • Almar Andri Arnarsson
 • Ernir Guðmundsson
 • Jóhannes Andri Hannesson

U15 ára landslið karla (Þjálfarar: Heimir Örn Árnason og Guðlaugur Arnarsson) æfir helgina 18-20. júní.

 • Ingvar Dagur Gunnarsson
 • Garðar Ingi Sindrason

U15 ára landslið kvenna (Þjálfarar: Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson) æfir helgina 18-20. júní.

 • Bryndís Pálmadóttir
 • Eva Gísladóttir

U17 ára landslið karla (Þjálfarar: Andri Sigfússon og Jón Gunnlaugur Viggósson) æfir helgarnar 18-20. júní og 25-27. júní.

 • Kristján Rafn Oddsson

U19 ára landslið kvenna (Þjálfarar: Díana Guðjónsdóttir og Magnús Stefánsson) hefur æfingar 18. júní, en á dagskránni eru svo vináttulandsleikir gegn Færeyjum 26-27. júní og Evrópumót í Norður-Makedóníu 10-18. júlí.

 • Emilía Ósk Steinarsdóttir

Innilega til hamingju með valið, og gangi ykkur allt í haginn!

Við erum FH!

Aðrar fréttir