Fulltrúar FH í yngri landsliðum í handbolta

Valdir hafa verið hópar yngri landsliða í handbolta, sem taka þátt í verkefnum næsta sumar. Ekki æfa hóparnir saman að þessu sinni, heldur verða haldnir fundir í gegnum fjarfundarbúnað þar sem komandi mánuðir eru undirbúnir. Við FH-ingar eigum að sjálfsögðu fjölmarga flotta fulltrúa í þessum hópum, og eru þeir eftirfarandi:

U-21 ára landslið karla (Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal)

  • Benedikt Skarphéðinsson
  • Einar Örn Sindrason
  • Eiríkur Guðni Þórarinsson
  • Hlynur Jóhannsson

U-19 ára landslið kvenna (Þjálfarar: Díana Guðjónsdóttir og Magnús Stefánsson)

  • Emilía Ósk Steinarsdóttir

U-17 ára landslið karla (Þjálfarar: Rúnar Sigtryggsson, Jón Gunnlaugur Viggósson og Andri Sigfússon)

  • Andri Clausen
  • Ari Dignus Maríuson
  • Ari Valur Atlason
  • Benedikt Emil Aðalsteinsson
  • Dagur Traustason
  • Darri Þór Guðnason
  • Kristján Rafn Oddsson

Innilega til hamingju með valið, og gangi ykkur allt í haginn!

Við erum FH!

Allan listann má nálgast hér:

Yngri landslið | Kynning á verkefnum sumarsins

Aðrar fréttir