Fyllum Krikann – Alvöru grannaslagur

Fyllum Krikann – Alvöru grannaslagur

Á Sunnudaginn kemur fer fram alvöru grannaslagur þegar FH tekur á móti
Haukum í Kaplakrikanum. Leikurinn hefst klukkan 20 en kl. 18.30 hefst
dagskrá á Kaplakrikasvæðinu þar sem gestum gefst kostur á að kaupa mat
af grillinu á góðu verði og fá um leið happadrættismiða þar sem m.a. er
hægt að vinna áfyllingu frá Atlantsolíu. Ungar stúlkur úr 3. flokki
kvenna ætla að bjóða upp á andlitsmálningu og fyrir leik ætlar Friðrik
Dór að taka lagið og HafnarfjarðarMafían ætlar að ná upp alvöru
stemmningu með öllum góðu FH lögunum.

Mætum tímanlega og náum upp ógleymanlegri stemmningu á Sunnudaginn.

Áfram FH.

Aðrar fréttir