Fyllum Krikann – FH vs. Haukar

Fyllum Krikann – FH vs. Haukar

Leikur ársins í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fer fram á sunnudaginn
næsta, þegar FH tekur á móti grönnum sínum í Haukum á Kaplakrikavelli.
Mikið verður um dýrðir á Kaplakrikasvæðinu en dagskráin hefst kl. 18:30
en þá verður grill á vægu verði og andlitsmálning fyrir alla,
happdrætti þar sem m.a. má vinna bensín áfyllingu frá Atlantsolíu. Þá
ætlar Friðrik Dór að taka lagið og Hafnarfjarðarmafían að koma öllum í
rétta gírinn með FH-slögurunum. Leikurinn sjálfur hefst svo kl. 20:00.
Við hvetjum alla til þess að mæta enda enginn alvöru Hafnfirðingur sem
lætur þennan leik framhjá sér fara! Mætum í hvítu og styðjum FH til
sigurs!

Aðrar fréttir