Fyrirlestraröð Vilborgar pólfara

Fyrirlestraröð Vilborgar pólfara

Fyrirlestraröð Vilborgar pólfara

Á morgun kl 20:00 verður hún Vilborg Arna pólfari með fyrirlestur um markmiðasetningu og leiðir til að vinna að settum markmiðum hér í Kaplakrika. Við hvetjum alla þjálfara, iðkendur og aðra til að fjölmenna í Sjónarhól og hlusta á þennan frábæra fyrirlestur. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Íslandsbanka.

Vilborg Arna er fyrsta íslenska konan til að fara í skíðaleiðangur á Suðurpólinn og fyrsti Íslendingurinn til að ganga þar eins síns liðs. Hún hóf göngu sína þann 19. nóvember sl. og komst á pólinn 60 dögum síðar.

Um 10 ár liðu frá því að Vilborg Arna setti sér þetta markmið þar til það varð að veruleika. Á þeim tíma vann hún meðvitað og ómeðvitað að undirbúningi leiðangursins.

Aðrar fréttir