Fyrirlestraröð Vilborgar pólfara

Fyrirlestraröð Vilborgar pólfara

Fyrirlestraröð Vilborgar pólfara

Í samstarfi við Íslandsbanka og FH mun Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, halda fyrirlestraröð þar sem hún mun hún fjalla um markmiðasetningu og leiðir til að vinna að settum markmiðum. Þá segir hún einnig frá sögu sinni á einstaklega hrífandi og skemmtilegan hátt.

Vilborg Arna er fyrsta íslenska konan til að fara í skíðaleiðangur á Suðurpólinn og fyrsti Íslendingurinn til að ganga þar eins síns liðs. Hún hóf göngu sína þann 19. nóvember sl. og komst á pólinn 60 dögum síðar.

Um 10 ár liðu frá því að Vilborg Arna setti sér þetta markmið þar til það varð að veruleika. Á þeim tíma vann hún meðvitað og ómeðvitað að undirbúningi leiðangursins.

Aðrar fréttir