
Fyrrum FH-ingur á leið á HM?
Eqalunnguaq Kristiansen – eða Eqa eins og flestum fannst betra að kalla hann! – hefur verið valinn í 16 manna hóp Grænlenska A-landsliðsins í handknattleik sem tekur þátt í undankeppni fyrir HM 2007 í handknattleik, en keppnin fer sem kunnugt er fram í
Þýskalandi.
Hinn tvítugi Eqa hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár, enda er hópur þeirra að mestu leyti skipaður ungum leikmönnum í bland við nokkra reynslubolta, m.a. Hans Peter Motzfeld, sem er okkur
FH-ingum góðkunnur.
Undankeppnin fer fram í Brasilíu og óska FH.is Eqa og félögum að sjálfsögðu góðs gengis, en handboltinn hefur verið mjög vaxandi í Suður Ameríku á undanförnum árum og verður keppnin því eflaust ströng.