Fyrsta rafíþróttalið FH

FH sendi lið til leiks í undankeppni Lenovo Deildarinnar í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive, sem fór fram um helgina 12.-14. apríl. Liðið náði mjög góðum árangri þrátt fyrir að vera í lítilli samæfingu. Það lenti í 5.-6. sæti af 23 liðum sem tóku þátt í keppninni og var hársbreidd frá því að komast í aðalkeppnina – Lenovo Deildina.

Reynslumiklir tölvuleikjaspilarar skipuðu liðið, meðalaldur leikmanna liðsins var um 26 ár. Flestir þeirra höfðu einhver tengsl við félagið og vildu keppa fyrir hönd þess. Í liðinu voru m.a. leikmenn sem keppa í efstu deild hefðbundinnar íþróttagreinar hérlendis. FH var eina íþróttafélagið með lið í undankeppninni sem keppti undir merki félagsins.

Nánar hér FH_Kynningarfundur_Rafíþróttir

Aðrar fréttir