Fyrsta skóflustunga að nýju knatthúsi í Kaplakrika

Sunnudaginn 19.ágúst kl 12:30 verður tekin fyrsta skóflustunga að nýju knatthúsi í Kaplakrika. Stefnt er að húsið verði tekið í notkun um miðjan mars 2019. Knatthúsið verður í fullri stærð og því um byltingu að ræða í aðstöðu fyrir æfingar og keppni í knattspyrnu hjá FH.

Það er gaman frá því að segja að þessi framkvæmd fer af stað á 50 ára afmæli Kaplakrikasvæðisins.

Við hvetjum iðkendur, þjálfara og alla FHinga til að mæta með skóflu á sunnudaginn og taka þátt í því þegar við FHingar tökum saman fyrstu skóflustunguna að húsinu. Það verða einhverjar skóflur á svæðinu en við hvetjum þá sem geta til að taka með skóflur af heiman, stórar sem smáar.

Að athöfn lokinn verður boðið uppá léttar veitingar í Sjónarhól.

Aðrar fréttir