Fyrsti heimaleikur ársins FH-IR

Fyrsti heimaleikur ársins FH-IR

Í kvöld leika strákarnir í mfl kk sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla árið 2014 þegar ÍR-ingar koma í heimsókn í Kaplakrika kl 19:30. Fyrsti leikurinn á árinu tapaðist gegn Fram og því þurfa strákarnir þinn stuðning í kvöld til þess að sigur vinnist á sterku liði ÍR.

Töluverðar breytingar hafa orðið á FH liðinu sökum meiðsla, en eins og flestir vita þá er Daníel Andrésson frá næstu 3 mánuðina og Sigurður Ágústsson frá í einhverjar vikur, svo hafa aðrir leikmenn verið að glíma við smávægileg meiðsli en eru á batavegi. En við FH-ingar eigum nóg af uppöldum strákum sem bíða þess að fá að sýna sig sem og mjólkurbíllinn frá Selfossi Ragnar Jóhannsson er mættur aftur til leiks.
ÍR-ingar hafa á að skipa gríðarlega sterku liði með þá Björgvin Hólmeirsson, Sturla Ásgeirsson og FH-inginn Guðna Kristinsson í aðalhlutverkum í sókninni og varnarlega standa Ingimundur Inginmundarson og Jón Heiðar Gunnarsson vaktina.
FH-ingar ætla sér að sjálfsögðu ekkert annað en sigur og munu gefa allt í leikinn. Hver einn og einasti leikur er gríðarlega mikilvægur og því nauðsynlegt að nýta heimavöllinn í kvöld.
FH-ingar fjölmennið og skapið góða stemmingu.
ÁFRAM FH

Aðrar fréttir