Fyrsti í úrslitum á morgun | Allir í bátana!

Eins og allir ættu nú að vita hefst úrslitaeinvígi okkar manna gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á morgun, laugardaginn 12. maí. Verður flautað til leiks í Höll þeirra Eyjamanna kl. 16:00.

Við hvetjum FH-inga til að fjölmenna til Eyja á morgun að styðja við bakið á strákunum okkar! Siglt verður frá Landeyjahöfn, og þ.a.l. er kjörið að gera dagsferð úr leiknum. Búið er að tryggja, að nægt miðaframboð verði fyrir stuðningsmenn FH sem taka slaginn. Hér má bóka far með Herjólfi: https://www.saeferdir.is/

Löndum sigri í fyrsta leik einvígisins!

Við erum FH!

Aðrar fréttir