Fyrsti leikur handboltans-Akureyri – FH

Fyrsti leikur handboltans-Akureyri – FH

           VS      

Höllinni, Akureyri, fimmtudaginn 18. september 2008 kl 19:30

Fyrsta umferð N1 deildarinnar hefst fimmtudaginn 18. September kl 19:30 þegar FHingar heimsækja Akureyri. Um er að ræða fyrsta leik FH í efstu deild í tvö ár. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma og gjörbreytt lið mætt til leiks frá félaginuí deild þeirra bestu á Íslandi.

FH liðið hefur styrkt sig töluvert frá síðasta tímabili en eins og flestir vita hafa Hjörtur Hinriksson og Magnús Sigmundsson mætt til leiks aftur í FH búninginn eftir nokkurt hlé og Akureyringarnir Ásbjörn Friðriksson og Arnar Sveinbjörnsson skipt yfir til FH. Síðan hefur Jón Helgi Jónsson tekið skóna fram að nýju eftir mikla baráttu við slæm hnémeiðsli. Þó er skarð fyrir skildi að reynsluboltinn og hetjan Valur Arnarson hefur lagt skóna á hilluna, Arnar Theódórsson farið yfir til Gróttu og Theódór Pálmason fór erlendis í nám. Áfram eru við stjórnvölinn kapparnir knáu Elvar Erlingsson og Sigursteinn Arndal.

Liðið er sterkt og á pappírum töluvert sterkara en þegar það tryggði sér sæti í úrvalsdeild í vor.

Frekari kynning á FH liðinu og umgjörð verður birt á morgun.




Ásbjörn, okkar maður í dag, í leik með liði Akureyrar.

Akureyri

Akureyringar hafa orðið fyrir gífurlegri blóðtöku frá síðasta tímabili en 13 leikmenn hafa róið á önnur mið eða hætt í handbolta. Má þar nefna Einar Loga Friðjónsson sem mun spila í Svíþjóð á næsta tímabili, Magnús Stefánsson sem skipti yfir í Fram, Sveinbjörn Pétursson fór í HK og Ásbjörn Friðriksson kom til okkar FHinga. Þeir leggja þó ekki árar í bát en Árni Þór Sigtryggson er mættur í þeirra raðir úr atvinnumennsku ásamt þeim Hafþóri Einarssyni og Jesper Sjögren sem var á mála hjá Flensburg í Þýskalandi sem þriðji markvörður en einnig hjá Fredericia í Danmörku. Akureyri er því sýnd veiði en ekki gefin. Þessum liðum er spáð botnbaráttu og því mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið.

Undirbúningur

FH liðið hefur sett sína stefnu fyrir mótið en klárlega er markmið liðsins og félagsins að halda sér uppi á meðal þeirra bestu. Liðið hefur æft af kappi í sumar og komið vel út úr æfingaleikjum og mótum haustsins. Heilt yfir er staða og form leikmanna er gott.

Ástand

Þó eru einstaka hnökrar hér og þar en Ólafur Gústafsson er frá vegna hnémeiðsla, Hjörtur Hinriksson er óðum að ná sér eftir ökklameiðsli, Árni Stefán Guðjónsson glímir við erfið bakmeiðsli og Heiðar Örn Arnarson er enn að fást við langvinn axlarmeiðsli frá síðasta tímabili. Hilmar Þór Guðmundsson er einnig lítillega meiddur í baki. Hópurinn er þó sterkur, með fína breidd og tilbúinn í slaginn.

Líklegur hópur á fimmtudag:

Markverðir

Magnús Sigmundsson

Daníel And

Aðrar fréttir