Fyrsti leikur karlanna, HK – FH

Fyrsti leikur karlanna, HK – FH


N1 deildin, Digranes fimmtudagurinn 8. október kl 19:30

Fyrsti leikurinn í Mfl karla í handbolta í vetur fer fram á
fimmtudaginn næstkomandi. Þá mæta FHingar í heimsókn í Kópavoginn og
hefst leikurinn kl 19:30

Koma vel undan sumri
FH liðið hefur æft mjög vel í sumar og leikmenn koma vel undan löngu
sumri þar sem fjölmargir æfingaleikir hafa verið leiknir og  leikið á æfingamótum. Meðal annars sigraði FH Ragnarsmótið á Selfossi en var fljótlega kippt niður á
jörðina í Hafnarfjarðarmótinu þar sem liðið hefur oft leikið betur. Menn hafa því haft tíma til að slípa sig vel saman.

Sterkir leikmenn komu í sumar

FHingar mæta til leiks með nokkuð breytt lið frá síðasta vetri en helstu breytingar hafa verið þær að til liðsins hafa komið afar öflugir leikmenn, þeir Pálmar Pétursson úr Val, Jón Heiðar Gunnarsson úr Stjörnunni og Sigurgeir Árni Ægisson úr HK, en Sigurgeir er uppalinn FHingur sem rataði loks aftur í fjörðinn eftir að hafa fundið ljósið.

FH hefur aftur á móti misst nokkuð sterka leikmenn og má þar helst nefna Aron Pálmarsson sem fór til Kiel, Magnús Sigmundsson sem lagði skóna á hilluna. Hilmar Þór Guðmundsson fór í atvinnumennsku, Sigursteinn Arndal hætti. Jónatan Jónsson fór síðan aftur í Hauka eftir að hafa verið í láni.

Liðið stefnir á toppbaráttuna í vetur og er því spáð 2. sæti í spá formanna, þjálfara og fyrirliða N1 deildarinnar.

HK
HK menn hafa misst mikið úr sínu liði en hafa á að skipa ágætis byrjunarliði. Liðinu var spáð 6. sætinu í deildinni í spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni á dögunum.

Stuðningur
Kæru FH ingar nú er lag að setja sig í gírinn fyrir handboltann því fyrsti
leikur að verða að veruleika. Sýnum
okkar liði  stuðning frá upphafi móts. Það er lykilatriði fyrir
strákana að sjá að við FH ingar ætlum að styðja vel við bakið á þeim,
jafnt á útivelli sem heimavelli.

Mætum öll og látum vel í okkur
heyra á pöllunum. VIÐ ERUM FH !!!!!!!

Aðrar fréttir