Gaflarinn 2016

Síðastliðinn laugardag 5. nóvember fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika árlegt barna- og unglingamót FH, Gaflarinn. Keppendur á mótinu voru alls 199 frá 19 félögum. Mjög góður árangur náðist á mótinu og var keppnisgleðin allsráðandi. Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu en það gerði Róbert Thor Valdimarsson FH í 400m hlaupi í flokki 12 ára þegar hann hljóp á tímanum 59,51 sek, en fyrra met var 60,42 sek í eigu Kristjáns Þórs Sigurðssonar ÍR frá árinu 2008. Margar persónulegar bætingar litu dagsins ljós en 117 keppendur bættu sinn besta árangur í 236 greinum. Keppendur frá Suðurlandi settu sterkan svip á mótið með fjölmennu liði og góðum árangri.

Frjálsíþróttadeild FH þakkar öllum keppendum, foreldrum sem og starfsmönnum og sjálfboðaliðum fyrir ánægjulegt mót og hlakkar til mótsins að ári.

Aðrar fréttir