Gaui Árna ráðinn aðstoðarþjálfari

Gaui Árna ráðinn aðstoðarþjálfari

Guðjón Árnason hefur handsalað samning við handknattleiksdeild FH um að hann verði aðstoðarþjálfari í þjálfarateymi FHinga í handboltanum á næsta tímabili.

Guðjón
gerði garðinn frægan með gullaldarliði FHinga á 9. og 10. áratugnum og var
fyrirliði liðsins lengst af. Hann hefur unnið til fjölda Íslands- og
bikarmeistaratitla og leikið marga landsleiki. Eftir að skórnir fóru á hilluna
snéri Guðjón sér að þjálfun og hefur áður verið aðstoðarþjálfari FH liðsins
bæði með þeim Guðmundi Karlssyni og Þorbergi Aðalsteinssyni á sínum tíma. Hann
hefur síðan þjálfað töluvert yngri flokka FH og sinnt ýmsum störfum bakvið
tjöldin fyrir félagið. Guðjón býr því yfir gríðarlegri reynslu sem mun klárlega
nýtast hinu unga og efnilega FH liði.

Guðjón mun aðstoða Einar Andra Einarsson sem nýlega var ráðinn aðalþjálfari liðsins en með þeim verða Bergsveinn Bergsveinsson, markmannsþjálfari, annar þaulreyndur FHingur og Hreiðar Gíslason íþróttafræðingur sem sér um líkamsþjálfun liðsins.

FH.is býður Gauja velkominn til starfa og óskar honum góðs gengis í baráttunni framundan.

Aðrar fréttir