Gestaþjálfarar hjá fótboltastelpunum

Gestaþjálfarar hjá fótboltastelpunum

2. og mfl. kvenna hafa farið vel af stað og æft stíft að undanförnu.  Auk þess hafa stelpurnar fengið heimsóknir frá landsliðsþjálfurum Íslands.  Ólafur Guðbjörnsson þjálfari U19 mætti á dögunum og spjallaði við stelpurnar.  Að því loknu stýrði Ólafur hópnum á æfingu í Risanum.  Sami háttur var á þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari A-landsliðs kvenna kom og heimsótti stelpurnar í gær.  Góður rómur hefur verið gerður að framtakinu enda reynsluboltar hér á ferðinni.

Mikill erill hefur verið hjá Jóni og Örnu að undanförnu en fjöldi leikmanna hefur komið í heimsókn og fengið að æfa með liðinu.  Ljóst er að hróður FH hefur borist víða því stelpurnar koma allstaðar af landinu.   Greinilegt er að leikmönnum þykir áhugavert að fá að spreyta sig hjá FH enda mikill hugur í þjálfurum og leikmönnum sem ætla sér að fylgja eftir góðu gengi síðastliðið sumar.

Aðrar fréttir