Getraunastarfið í Krikanum

Nú ætlum við að keyra upp getraunastarfið í Krikanum. Við stefnum að því að virkja enn betur laugardagana og fá FH inga inn í Krikann til að spjalla um daginn og veginn, aðallega fótbolta þó, til styrkja innviði FH sem eru alltaf mikilvægir. Fyrirkomulagið er að tekið verður af kreditkorinum þínu 1000 krónur um hverja helgi. Einnig geta menn lagt meira inn og fengið stærri hlutdeild í FH pottinum um leið.

 

Lykilatriði er að fara inn á lotto.is og finna FH 220 veldi, skrá sig inn með kreditkortið sitt.

 

Nýr hópleikur, þar sem tveir og tveir mynda lið, verður kynntur á næstunni.

 

 

 

Ég vil vera, þú vilt vera, allir vilja vera í FH

Aðrar fréttir