Gísli Þorgeir Kristjánsson skrifar undir við FH

Gísli Þorgeir Kristjánsson skrifar undir við FH

Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH.

Gísli sem er fæddur árið 1999 steig sín fyrstu spor í meistaraflokki síðastliðinn vetur og sýndi þar og sannaði að hann á fullt erindi í Olísdeildina.

Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Efnilegur drengur með mikinn metnað.

 Til hamingju með samninginn Gísli og FH

Á meðfylgjandi mynd má sjá Gísla Þorgeir og Sigurgeir Árna Ægisson framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar FH handsala samninginn

Aðrar fréttir