Glæsilegt Íslandsmet í 4×400 m boðhlaupi á Coca Cola móti FH

Glæsilegt Íslandsmet í 4×400 m boðhlaupi á Coca Cola móti FH

Sveit FH setti glæsilegt Íslandsmet í 4×400 m boðhlaupi á Coca Cola móti FH í kvöld. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Björgvin Víkingsson, Björn Margeirsson og Kristinn Torfason, þeir bættu 53 ára gamalt met Ármanns um tæpar 3 sekúndur þegar þeir hlupu á tímanum 3:16,16 mín., var þetta elsta félagsmetið í karlaflokki. Eldra metið var 3:19,0 mín og það áttu Ármenningarnir Dagbjartur Stígsson, Guðmundur Lárusson, Hilmar Þorbjörnsson og Þórir Þorsteinsson.
Þá varpaði Ásgeir Bjarnason kúlunni 16,04 metra og með þessu kasti er Ásgeir með 22. besta árangur Íslendinga í kúluvarpi.  

Aðrar fréttir