Glæsilegur 4 – 1 sigur FH á Breiðabliki

Glæsilegur 4 – 1 sigur FH á Breiðabliki

Bikarmeistarar FH unnu glæsilegan 4 -1 sigur á Breiðabliki þann 8.maí
síðastliðin. Leikurinn var vel spilaður af FH liðinu og var sigurinn
aldrei í hættu. FH liðið virkaði þétt og tilbúið í leikinn frá fyrstu
mínútu. Björn Daníel skoraði fyrsta mark FH á 11 mín eftir glæsilega
hornspyrnu frá Viktori Erni, glæsilegt skallamark. Breiðablik jafnaði
leikinn á 20 mín þegar Haukur Baldvinsson slapp í gegnum vörn FH. Annað
mark FH skoraði Pétur Viðarsson á 62 mínútu einnig eftir hornspyrnu frá
Viktori. Bæði Viktor og Pétur áttu frábæran dag og hafa byrjað virkilega
vel í sumar. Þriðja mark FH skoraði Atli Viðar á 71 mínútu, eftir að
hafa haldið boltanum á lofti þrisvar sinnum fyrir utan teiginn hamrað
hann svo tuðrunni í markið, Sigmar markvörður Breiðabliks sem átti
annars afbragðs leik átti ekki roð í þetta skot Atla. Fjórða og síðasta
mark FH skoraði Hólmar Örn Rúnarsson, hann hamraði boltanum upp í
nærhornið af stuttu færi. Þetta er fyrsta mark hans fyrir FH og gaman að
sjá hann stimpla sig vel inn í liðið, bæði innan og utan vallar.

Næsti leikur FH er útileikur á móti Keflavík þann 11.maí. Leikurinn
byrjar kl 19:15 og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja
FH-liðið.

Áfram FH

Aðrar fréttir