Glæsilegur FH – sigur

Glæsilegur FH – sigur

      

29-27

FH stúlkur sigruðu Fram í kvöld 29-27 í Eimskipsbikar kvenna og eru því
komnar í undanúrslit! FH hafði leikinn í hendi sér allan tímann. Þær komust
mest í 9-3 í fyrri hálfleik en höfðu svo þetta 3ja til 5 marka forystu
nær allan leikinn og voru FH stelpurnar að spila glimrandi varnarleik
mest allan tímann með Kristinu Kvaderine í banastuði fyrir aftan.

Sóknarleikurinn var oftast góður með Ragnhildi Rósu í farabroddi en hún
setti ein 10 mörk í kvöld. Það fór þó að myndast töluverð spenna í
leikinn þegar ca 5 mínútur voru eftir af leiknum en á lokakafla
leiksins voru FH stelpur meira og minna 1-2 leikmönnum færri. Fram náði
að minnka muninn í 1 mark, í 28-27 þegar 1 mínúta var eftir en Gunnur
Sveinsdóttir átti lokaorðið í kvöld og tryggði sigurinn og farseðilinn
í undanúrslit.

 Ásamt FH eru í pottinum Haukar, Stjarnan og
KA/Þór.

Frábær frammistaða hjá stelpunum í kvöld og sætur sigur á Fram staðreynd!

Stúlkurnar stóðu sig vel í kvöld, á morgun er það tími drengjanna okkar sem eiga einnig leik við Fram í fyrsta leik deildarinnar eftir áramót. One down, one to go!

Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 10/3, Guðrún Helga
Tryggvadóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 4, Gunnur Sveinsdóttir 4, Ebba
Særú Brynjarsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Birna Íris Helgadóttir
1.

Varin skot: Kristina Kvedariene 13/1 (þar af 3 aftur til mótherja).

Mörk Fram:
Stella Sigurðardóttir 11/5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Karen
Knútsdóttir 3, Pavla Nevarilova 3, Marthe Sördal 2, Ásta Birna
Gunnarsdóttir 2, Sara Sigurðardóttir 1, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1.

Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 12 (þar af 3 aftur til mótherja).

Aðrar fréttir