Glæsilegur sigur hjá stelpunum!

Glæsilegur sigur hjá stelpunum!

Stelpurnar okkar heimsóttu Valsstúlkur í Vodafone höllina að Hlíðarenda í gær.  Fyrir leikinn var Valur í 3. sæti N1 deildarinnar en FH í 4.-6.  Fyrirfram var því búist við sigri Valsstúlkna en annað kom á daginn.  FH stelpur byrjuðu leikinn af miklum krafti, voru fastar fyrir í vörninni og með skynsömum sóknarleik náðu þær strax öruggri forystu.  Valsstelpur virtust ekki mættar til leiks og gerðu fjölmörg mistök sem okkar stelpur nýttu til að auka forystuna. Hálfleikstölur 9-17, FH í vil.
Í síðari hálfleik hélst munurinn sá sami, yfirleitt sex til átta mörk.  Á síðustu mínútum leiksins náði Valur nokkrum hraðaupphlaupum og því endaði leikurinn með einungis tveggja marka sigri FH, 30-32.  Öruggur sigur engu að síður og virkilega góð tvö stig í höfn.

Ragnhildur Rósa var óstöðvandi í leiknum, skoraði 17/6 mörk í öllum regnbogans litum.  Stelpurnar spiluðu fasta og góða vörn og Helga Vala var traust fyrir aftan.

Eftir leiki dagsins situr liðið eitt í 4. sæti N1 deildarinnar og náðu stelpurnar þar með sínu fyrsta markmiði, að vera í 1.-4. sæti um jólin.  Undir eðlilegum kringumstæðum gæfi það FH sæti í Deildarbikarnum sem fer fram milli jóla og nýárs en þar sem Stjarnan gat ekki leikið í desember vegna þátttöku Florentinu Stanciu á Evrópumóti landsliða þá fengu þau lið þátttökurétt sem voru í 1.-4. sæti þann 1. desember.  Glæsilegur árangur hjá stelpunum engu að síður og þær geta farið sáttar í jólafrí!

Markaskorun FH:
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 17/6
Hildur Þorgeirsdóttir 4
Ásdís Sigurðardóttir 2
Ebba Særún Brynjarsdóttir 2
Guðrún Helga Tryggvadóttir 2
Gunnur Sveinsdóttir 2
Hafdís Inga Hinriksdóttir 1
Ingibjörg Pálmadóttir 1
Líney Rut Guðmundsdóttir 1

Helga Vala Jónsdóttir varði 17 skot í markinu

ÁFRAM FH!!

Aðrar fréttir