Gleðin og ánægjan mun geisla af okkur á vellinum

Gleðin og ánægjan mun geisla af okkur á vellinum

FH stúlkur hefja leik í N1 deild kvenna á morgun, laugardag. Leikið verður við Gróttu kl 16 úti á nesi. Stelpurnar eru búnar að æfa eins og berserkir í allt sumar og er gífurleg tilhlökkun í þeirra hópi. Af þessu tilefni tók Hilmir Heiðar Lundevik sérlegur blaðamaður kynningarmálaráðs handknattleiksdeildar, Hafdísi Hinriksdóttur tali á léttu nótunum fyrir þennan mikilvæga leik.

 

Sæl Hafdís, hvernig er svo að vera komin aftur í Krikann og maka á sig harpixinu?

Það er bara alveg frábært, virkilega gaman að vera komin aftur á heimaslóðir, Kaplakriki er alltaf sá staður sem mér þykir vænst um af þessum íþróttahúsum og hér á ég svo sannarlega heima.

 

Hvernig hafa æfingar liðsins gengið í sumar og haust?

Æfingarnar hafa gengið mjög vel, við erum búnar að vera duglegar að æfa og höfum lagt mikið á okkur. Ég var undir handleiðslu Silju Úlfarsdóttur í sumar og það var alveg frábært, hrikalega klár þjálfari hún Silja og kann ég henni bestu þakkir fyrir að koma mér í stand á met-tíma.

Hópurinn er vel samstilltur, það er frábær mórall og

Aðrar fréttir