Góð ferð 3. flokks á Akranes

Góð ferð 3. flokks á Akranes

Akraneshöllin er hin glæsilegasta, innan sem utan, og mun eflaust verða mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Akranesi sem er þó öflugur fyrir.

Í leik A-liðanna náðu Skagamenn forystunni eftir hornspyrnu á 12. mínútu en FH-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik en tókst ekki að jafna þrátt fyrir góð færi. Í seinni hálfleik komu FH-strákarnir ákveðnir til leiks og Vignir Lúðvíksson jafnaði á 49. mínútu. Það sem eftir lifði leiks sóttu FH-ingar án afláts að marki ÍA en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir góð færi.

Nokkra menn vantaði í bæði lið en ég var nokkuð sáttur við leik FH-liðsins og voru mörg jákvæð teikn á lofti.

Leikur B-liðanna var aldrei spennandi því FH var mun sterkari aðilinn og 3-0 sigur síst of stór. Viktor Segatta setti tvö og Sigmundur Sigurgeirsson 1. Strákarnir stóðu sig vel og lofa góðu.

Haust-Faxaflóamótið er afar gagnlegt fyrir okkur þjálfarana að skoða strákana í leik og byrja að móta þennan leir sem vonandi verður að góðu liði næsta sumar.
Við riðum svo sem ekki feitum hesti frá fyrstu leikjunum en það er góður stígandi í liðunum og þannig á það að vera. Við erum með góðan hóp áhugasamra leikmanna og hlökkum til spennandi tímabils.

Aðrar fréttir