Góð helgi hjá 4.fl.kk

Góð helgi hjá 4.fl.kk

Leikmenn A liðs FH áttu ekki til orð þegar þeir komu á vallargerði. Völlurinn nýkalkstrikaður og nývökvaður af frænda okkar Guði. Leikmenn voru eins og kýr á vorin að komast á mölina og báru ríkulega á sig tan olíu fyrir átökin við blikana. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn, ein liða riðilsins. Með sigri myndu liðin því ná að koma sér á topp riðilsins.

Það hefur ekki verið sterkasta hlið leikmanna 4.fl. að byrja leikina eins og glorsoltin ljón hingað til í faxaflóamótinu. En nú varð breyting á. Upphitun var breytt stórkostlega og menn öskruðu sig af krafti inn í leikinn og tók það ekki nema 3 mínútur að komast yfir. Fljótlega bættu okkar menn við marki og forustan mjög sannfærandi. Blikar sem gjörsigruðu handboltamannalaust lið okkar í haustfaxanum 6-0 náðu þó að koma til baka og minnka muninn rétt fyrir hlé.

Seinni hálfleikurinn var í járnum lengst af og 15 mínútum fyrir leikslok jöfnuðu blikar. Nú var spurning hversu mikinn karaktar leikmenn höfðu en til að gera langa sögu stutta þá kláruðu okkar menn leikinn á síðustu 5 mínútum leiksins með 2 góðum mörkum.

Leikurinn liðsins var mjög góður. Sér í lagi varnarlega. Þó þurfa leikmenn að átta sig á því að til þess að ná árangri þá þurfa menn að vera grimmari í föstum leikatriðum sem þeir fá á sig. Flest mörk sem þeir hafa fengið á sig í vor koma eftir hornspyrnur. Góður sigur hjá strákunum en þó eru margir hlutir sem hægt er að laga sem vafalaust verður unnið í á næstu vikum, mánuðum og árum.

Næst á svið gekk B-liðið okkar. Fyrirfram var búist við gríðarlega erfiðum leik þar sem Blikarnir eru með mjög sterkt lið. En okkar menn mættu gríðarlega grimmir til leiks og sáu leikmenn Blikanna aldrei til sólar í leiknum. Leiknum endaði með öruggum sigri okkar manna 3-1 sem hefði getað endað með mun meiri mun. Ekkert annað en gott er hægt að segja um leik strákanna sem hafa verið og eru að taka stórstígum framförum í allan vetur. Nú er bara að halda áfram og klára alla leiki sem eftir eru í mótinu.

Annað C-liðið okkar gekk á völlinn síðast og var það alls ekki leiðinlegur leikur!! 10 mörk litu dagsins ljós og okkar menn settu 5 gegn 5 mörkum Blikanna. Eins og glöggur aðdáendur fh.is geta lesið er sóknarleikurinn ekki mikið vandamál á bæ okkar manna. Við þurfum þó aðeins að skipuleggja okkur betur aftur og á það við fremsta mann til aftasta. Leikurinn var góður af okkar hálfu en mjög auðvelt verður fyrir okkur að bæta leik okkar og ná fram en hagstæðari úrslitum.

Í heildina má segja að þetta hafi verið svart/hvítur dagur á ströndinni í Rio (vallargerðisvöllur). Strákarnir létu ekki malarvöll sem þeir varla hafa spilað á áður trufla sig og unnu gott dagsverk. Mótið er í raun nýbyrjað hjá C-liðum og nóg eftir því á næstu dögum er mikið framundan hjá C-liðunum okkar 2. Sigrar í tveimur leikjum og jafntefli í einum eru mjög viðunnandi úrslit gegn sterku lið Blika.

Aðrar fréttir