Góð þátttaka á MÍ um helgina

Góð þátttaka á MÍ um helgina

Mikill fjöldi keppenda er skráður á mótið og þar á meðal allt okkar besta íþróttafólk. Meistaramót Íslands fer fram í fyrsta sinn í nýju frjálsíþróttahúsi í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina.

Búast má bæði við metum og bætingum um helgina og ekki ólíklegt miðað við framfarir síðustu móta, að Íslandsmet falli.

 

Tveir yngstu keppendur mótsins eru 14 ára og þótt meðalaldur keppenda sé ekki nema um 21 ár, er elsti keppandinn orðinn 62 ára, en sá þykir vera í góðu formi ennþá.

Keppni stendur frá kl. 13 til 16 bæði laugardag og sunnudag, en endanlegur tímaseðill verður gefinn út á fimmtudaginn.

 

Hafnfirðingum og öðrum er boðið að fylgjast með mótinu í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði.

 

 

Aðrar fréttir