
Góður árangur 4.fl.kk
Strákarnir í flokknum hafa lagt mikla vinnu á sig í vetur og mættu með 4 lið til leiks í mótið. A liðið sigraði alla sína leiki í riðlinum og lék gegn Skallagrími í dag í undanúrslitum. Leikurinn var ójafn frá fyrstu mínútu og skoruðu strákarnir fyrsta markið eftir einungis 11 sekúndur. Leiknum endaði með 10-1 sigri liðsins og liðið því komið í úrslit.
B-liðið byrjaði móti erfiðlega með að tapa fyrstu tveimur leikjunum en sigraði svo næstu 4. Það dugði ekki til að komast í undanúrslit en því miður fer aðeins 1 lið uppúr riðlinum í B liðum ólíkt 2 í A liðum. Mikill stígandi var í leik liðsins í mótinu og til að mynda sigraði liðið Breiðablik örugglega í leik liðanna en Blikar fóru uppúr riðlinum. 2 C-lið voru skráð til leiks, annað liðið tapaði fyrsta leiknum en hefur annars gengið í gegnum mótið taplaust. Hitt C liðið er taplaust.
Eins og sést hér að ofan hafa úrslit liðanna verið afar góð. Frammistaða leikmanna er þó enn betri en úrslitin gefa til kynna því stígandi hefur verið í leikjum liðanna allra. Þjálfarar kunna vel að meta það og eru spenntir fyrir komandi sumri þar sem leikmenn eru duglegir að æfa og viljugir að bæta sig.
Flokkurinn hefur nú leikið 15 sigurleiki í röð í öllum liðum og vonast eftir góðri frammistöðu í úrslitaleik A liða á fimmtudag gegn Keflavík um faxaflóamótstitilinn.