Góður árangur á 2. Powerade móti FH

Góður árangur á 2. Powerade móti FH

Jón Bjarni Bragason Breiðabliki sigraði í kringlukasti og kastaði 49,35 m. Í 100 m hlaupi karla var hörkukeppni og sigraði Óli Tómas Freysson á tímanum 11,34 sek, annar varð Arnór Jónsson Breiðabliki á 11,36 sek og þriðji Gunnar Bergmann Gunnarsson á 11,41 sek. Helga Kristín Harðardóttir Breiðabliki sigraði í 200 m hlaupi á 26,55 sek, önnur varð Eva Hrönn Árelíusdóttir á sínum besta tíma 26,80 sek og þriðja Heiður Ósk Eggertsdóttir einnig á sínum besta tíma 27,04 sek. Í 200 m hlaupi karla sigraði Gunnar Bergmann Gunnarsson á sínum besta tíma 23,35 sek, annar varð Þorkell Einarsson einnig á sínum besta tíma 24,01 sek, þriðji varð Steinþór Óskarsson Ármanni á 24,05 sek. Í 800 m hlaupi sigraði Þorbergur Ingi Jónsson Breiðabliki á 1:58,03 mín, annar varð Ólafur Margeirsson Breiðabliki á 2:00,93 mín. Í þrístökki sigraði Kristrún Helga Kristþórsdóttir, Arna Rún Gústafsdóttir sigraði í spjótkasti og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir USVH sigraði í hástökki. FH sveitirnar sigruðu síðan í 4×100 m boðhlaupi. Í yngri flokka greinunum sigraði Sindri Sigurðsson í spjótkasti sveina, Matthías Davíðsson sigraði í spjótkasti og 60 m hlaupi pilta. Jökull Brynjarsson bætti sinn besta árangur og sigraði í hástökki pilta. Heiðdís Rún Guðmundsdóttir sigraði í hástökki og spjótkasti telpna. Þá sigraði Karen Gunnarsdóttir í 60 m hlaupi telpna.

Aðrar fréttir