Góður árangur á N1-mótinu

5.flokkur FH tók þátt í N1-mótinu á Akureyri í síðustu viku. FH var með fjölmenna sveit fyrir norðan, 8 lið og 75 stráka samtals. Strákarnir stóðu sig vel og voru Fimleikafélaginu til sóma, innan sem utan vallar.

FH1 vann keppni A-liða. Unnu HK í úrslitaleik 3-1, stórglæsilegur árangur hjá þeim. A-Liðið: Jóhann Nökkvi , Elmar, Viktor Nói, Cole Campbell, Lárus Orri, Jónatan, Óttar Uni, Oddur Ingi, Birkir Thor. Þjálfarar Davíð Óla, Dagur Óli og Garðar Ben.

Aðrar fréttir