Góður árangur í hálfmaraþoni í Kaupmannahöfn

Bjarki Fannar Benediktsson, 17 ára, varð í þriðja sæti í 15-19 ára aldursflokki í fjölmennu hálfmaraþonhlaupi er fram fór í Kaupmannahöfn 17.sept. Hljóp á 1:19:38 klst sem er hans besti árangur á vegalengdinni. Þá hljóp Hulda Fanný Pálsdóttir, sem er að verða 21 árs, á 1:24:45 klst sem er hennar besti árangur. Flottur árangur hjá þessum ungu hlaupurum í FH.

 

Hulda Fanney

Aðrar fréttir