Góður sigur hjá 4.fl.kk

Góður sigur hjá 4.fl.kk

Eins og svo oft áður var mikill vindur á nesinu þennan dag. FH-ingar skoruðu þó á móti vindinum eftir einungis 7 mínútur og var það Ragnar Jónsson sem skoraði markið. Birgir Þór lék að vörninni og Ragnar, sem lék sem hægri útherji, átti gott hlaup innfyrir vörnina sem Birgir sá og raðaði sending hans beint í fætur Ragnars. Ragnar sólaði svo markmanninn og skoraði og minnti markið óneytanlega á mörk sem sænski leikmaðurinn Freddy Ljungberg skoraði þegar hann gat eitthvað í fótbolta 🙂

Gróttumenn skoruðu svo úr vafasamri vítaspyrnu mínútu seinna og þannig var staðan í leikhléi.

Um miðjan seinni hálfleik skoruðu svo okkar menn 2 markið. Þar að verki var Birgir Þór Sigurðsson sem hafði verið óheppinn fyrir framan markið þangað til. Fagnaði hann marki sínu ógurlega en leikmenn voru farnir að bíða mjög eftir þessu öðru marki. Eftir þetta var aldrei spurning hvar sigurinn myndi fara og var það Sigurjón Valdimarsson sem skoraði 3 markið úr aukaspyrnu af um 30 metra færi rétt fyrir leikslok.

Frábær sigur hjá frábæru liði en strákarnir hafa verið að standa sig gríðarlega vel á undanförnum vikum 🙂

Aðrar fréttir