Golfmót FH – Sigurvegarar

Golfmót FH – Sigurvegarar

Þann 11. september fór fram golfmót FH á hinum frábæra velli Keilismanna. Þátttakan var mjög góð enda lék veðrið við kylfinga og skartaði völlurinn sínu fegursta. Gaflaradeild FH sá um framkvæmd mótsins líkt og áður og þakkar hún öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir hjálpina.

Eftir mótið var verðlaunaafhending í golfskálanum hjá Brynju og sigurvegararnir heiðraðir. Þá var einnig dregið úr skorkortum en líkt og áður fengu allir verðlaun. Sigurvegararnir í höggleiknum voru þau Ragna Björk Ólafsdóttir (79 högg) og Helgi Runólfsson (73 högg) en Helgi vann Ágúst í bráðabana. Þau hljóta því tilnefninguna Golfarar FH 2015.

Hér má svo sjá önnur úrslit:

Punktamót kvenna:

1. Hildur Harðardóttir 35 punktar.

2. Inga Magnúsdóttir 33 punktar.

3 Kristjana Aradóttir 32 punktar.

Punktamót karla:

1. Einar Hjaltason 39 punktar.

2. Víðir Már Atlason 39 punktar.

3. Jón Björn Ríkharðsson 37 punktar.

Næstur holu á 4. – Jóhann Smári 2.21 m

Næstur holu á 6. – Gunnar Þór Halldórsson 1.84 cm

Næstur holu á 10. – Kristjana Aradóttir 38 cm

Næstur holu á 16. – Helgi Runólfsson 1.11 m

Lengsta drive á 13. – Ragna Björk Ólafsdóttir

 

Svona mót er ekki haldið án aðkomu styrktaraðila og ber að þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn. Flestir hafa styrkt mótið til fjölda ára og þessi stuðningur ómetanlegur. Hér eru helstu styrktaraðilar mótsins:

Landsbankinn – Íslandsbanki – Carter – FM Hús – Jón Rúnar Halldórsson – Altis – Lögmenn Thorsplani – Virðing – SB Glugga og hurðasmiðjan – Gallerí Útlit – Golfbúðin Hafnarfirði – Vífilfell – Flugleiðir – Nýherji – Mekka – Karlmenn – Steinmark – Adidas – Securitas – Atlantsolía – Parki – Vodafone – Fura – Gunnar Hjaltalín – Keiluhöllin – Hafið – Hress – O.Johnson & Kaaber – Húsgagnahöllin

 Golfmót FH 2015 Golfmót FH 2015 Golfmót FH 2015Golfmót FH 2015 Golfmót FH 2015 Golfmót FH 2015 Golfmót FH 2015 <img style="border: 1px solid black;" src="https://fh.is/media/w200/3442963a5b55628d.jpg" border="0" a

Aðrar fréttir