Golfmót FH – skráning er hafin

Golfmót FH – skráning er hafin

Golfmót FH 2010 verður haldið á Hvaleyrarvelli þann 6. ágúst nk. Ræst verður út á milli 10:00 og 15:00. Þátttökugjald er kr. 5500.
Mótið er aðeins fyrir félaga og stuðningsmenn FH, 18 ára og eldri.

Leikið er í flokkum karla og kvenna samkvæmt punktafyrirkomulagi. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sæti í hvorum flokki.
Í opnum flokki er keppt í höggleik án forgjafar. Sigurvegari þar hlýtur sæmdarheitið Golfari FH árið 2010.
Veitt verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum og einnig eru verðlaun fyrir lengsta teighögg á 13. braut. Þá verða líka veitt sérstök verðlaun fyrir besta FH-þemað í klæðnaði. Dregið verður úr skorkortum í mótslok.

Skráning í mótið er á golf.is

Mótsgjald á að greiða í afgreiðslu áður en byrjað er að leika.
Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Karlar með 28 og hærra í forgjöf leika á rauðum teigum.

Aðrar fréttir