
Grótta – FH næsti leikur
VS
Þetta er 5. leikur okkar í deildinni í vetur, erum með fullt hús stiga sem er algjör andstæða við gengi Gróttumanna. Gróttu menn hafa þó yfir sprækum hópi að skipa og ekkert er gefið í boltanum. Við verðum því að hafa hugarfarið í lagi, einbeiting þarf að vera góð og nokkuð ljóst að við tökum þennan leik ekki nema að við höfum fyrir því.
Undirbúningur.
Það er tiltölulega langt síðan síðasti leikur var háður, 13 dagar frá því við sigruðum Selfoss í hörkugóðum leik þangað til Gróttu leikur er spilaður. Afar mikilvægt að menn séu á tánum í slíkum pásum og gleymi sér ekki eða missi taktinn. Menn hafa æft vel, þjálfari hafði góða fisikal viku í síðustu viku en var svo meira handboltalega þenkjandi í þessari.
Ástand.
Engin teljandi meiðsli eru viðloðandi hópinn, Addi er óðum að braggast í bakhlutanum en keeperinn okkar frá Rúmeníu, hann Leo er enn að jafna sig af hnémeiðslum, von er á kallinum samt hvað úr hverju.
Hópurinn á morgun:
Markmenn:
Hilmar
Daníel
Aðrir leikmenn:
Guðmundur
Valur
Ólafur Gúst
Ólafur Guðm
Aron
Arnar
Guðjón
Ari
Theódór
Sigurður
Heiðar
Sigursteinn
Þjálfarar sem áður:
Elvar
Sigursteinn
Hjálparkokkar:
Einar
Bergsveinn
Benedikt
Sveinbjörn
Gróttu liðið
Eins og áður sagði eru Gróttumenn nokkuð sprækir þó taflan sýni annað. Þeirra hættulegustu leikmenn eru menn eins og Þorleifur Árni Björnsson og Davíð Örn Hlöðversson. Nokkuð hæfileikaríkir einstaklingar sem eru mest í gegnumbrotum og almennu spili. Helsti styrkur Gróttumanna er gott flot á bolta og fínt samspil, en eru að sama skapi ekki með miklar skyttur og skora því mest af mörkum maður á móti marki.
Stuðningur
Ég veit góðir stuðningsmenn að það tekur 20 mín hálftíma að skutlast út á nes en þið sjáið ekki eftir því þegar 5. sigurinn er kominn í hús! Okkur vantar alvöru stuðning annað kvöld Við erum ósigraðir í deildinni, erum á góðri siglingu og þurfum ykkur áfram í framhaldinu til að styðja okkur í átt að efri deild. Sýnum nú stuðning í verki og mætum á morgun til að sjá góðan handboltaleik.
kveðja
Strákarnir