Grótta mætir í Krikann

Grótta mætir í Krikann

Karlalið FH mætir Gróttu á heimavelli fimmtudaginn12. nóvember í N1 deild karla. Gróttumenn hafa verið sprækir í byrjun móts og eru sýnd veiði en ekki gefin.

FH liðið vill að sjálfsögðu koma sér á beinu brautina aftur eftir að hafa legið fyrir erkifjendunum um helgina en liðið hefur annars byrjað mótið mjög vel.

Gróttumenn eru með nokkuð sprækt lið með ungal leikmenn innanborðs í bland við gamla refi eins og Halldór Ingólfs, Jón Karl, Hjalta Pálma og fleiri. Því þarf FH liðið klárlega á góðum leik að halda til að fara með sigur af hólmi.

Mætum öll og styðjum FH liðið á okkar heimavelli.

FHingar eru hvattir til að mæta snemma en Muggarar munu bjóða til sölu úrvals grillhamborgara en einnig súpu í boði Fjöreggsins.

Mætum öll og styðjum við strákana okkar!

Við erum FH!

Aðrar fréttir