Guðjón Árnason: Hef gríðarlega trú á strákunum

Guðjón Árnason: Hef gríðarlega trú á strákunum

Guðjón Árnason betur þekktur sem “Gaui Árna” er eins og flestir FH-ingar vita aðstoðarþjálfari handknattleikslið FH. Gaui er bjartsýnn fyrir leik liðsins gegn Haukum á mánudag, en flestir Hafnfirðingar ættu að vita af þeim leik – en nánar um þann leik má lesa hér tveimur fréttum neðar. Frekaru upphitun kemur á morgun.

Jæja Gaui.. Fyrir það fyrsta, hvernig er tilfinningin fyrir Haukaleiknum?
Guðjón: “Mjög góð eins og alltaf fyrir Haukaleiki.  Það er alltaf eitthvað extra við það að mæta Haukunum.  Ekki síst núna þegar bæði lið eru í toppbaráttu sem hefur ekki verið undanfarin ár.
 
Einhvað sérstakt sem við þurfum að passa hjá Haukunum? Einhverjir veikleikar?
Guðjón: Haukarnir eru með mjög heilsteypt lið og kanski ekki með neina augljósa veikleika.  Kjarninn í liðinu hefur spilað lengi saman og liðið því orðið vel slípað og samæft.  Auk þess hafa þeir innprentaða þessa mikilvægu sigurhugsun eftir velgengni síðustu ára sem skiptir miklu ætli menn að ná árangri.  En við eigum tromp eða tvö uppí erminni sem duga vonandi á mánudaginn.

Nú hafa margir velt fyrir sér; geta strákarnir spilað tvo frábæra leiki í röð og ætlum við að tapa í þriðja skiptið í röð gegn Haukum.. Strákarnir hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks?
Guðjón: “Já, auðvitað geta þeir það.  Ég hef gríðarlega mikla trú á þessu liði og tel þá hafa alla burði til að ná langt, eins langt og þeir vilja sjálfir.  Strákarnir verða tilbúnir á mánudag, það er engin spurning og munu mæta til leiks fullir sjálfstrausts.  Ég tel okkur hafa gæðin og getuna til að sigra Haukana svo fremi sem menn mæti tilbúnir til leiks. 

Eitthvað að lokum til stuðningsmanna? Á ekki að fylla Krikann og hjálpar það ekki leikmönnum?
Guðjón: “Það vita það allir sem koma nálægt handboltanum og það er aldrei of oft kveðið að góðir áhofendur eru gríðarlega mikilvægir liði sem ætlar að ná árangri.  Okkar fólk hefur sýnt það í áratugi að þegar liðið þarf virkilega á að halda stendur það þétt við bakið á liðinu og fjölmennir á leiki.  Þannig hefur það verið meira og minna í vetur og ég hef trú á að við náum að fylla Krikann á mánudag.  Það eru ekki margir leikir á Íslandi sem laða að sér um og yfir tvö þúsund áhorfendur eins og leikir FH og Hauka gera og nú er loksins hægt að segja að liðin eigist við í sannkölluðum toppslag.  Ég skora því á okkar fólk að mæta á mánudaginn, auðvitað í svart-hvítu og styðja strákana.  Og endilega mæta snemma og taka þátt í flottri dagskrá fyrir leikinn.

Áfram FH

Aðrar fréttir