Guðmann Þórisson gengur í raðir FH.

Guðmann Þórisson gengur í raðir FH.

Guðmann Þórisson hefur gert þriggja ára samning við FH. Guðmann þekkir vel til hjá FH eftir að hafa spilað hér árin 2012 og 2013. Síðustu ár hefur Guðmann leikið í sænsku úrvalsdeildinni með Mjalby.

 

,,Við erum gríðarlega ánægðir með að fá Guðmann aftur í Kaplakrika. Guðmann spilaði virkilega vel þessi tvö ár sem hann var hjá félaginu, áður en að hann hélt aftur út í atvinnumennsku,” segir Heimir Guðjónsson þjálfari FH. 

Aðrar fréttir