Guðný Árnadóttir skrifar undir nýjan samning við FH

Í dag skrifaði Guðný Árnadóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, undir nýjan þriggja ára samning við FH. Guðný hefur verið lykilleikmaður í liði FH síðastliðin þrjú ár. Hún lék sinn fyrsta leik með liðinu sumarið 2015 þegar liðið vann sér rétt til þess að leika í úrvalsdeildinni með því að lenda í öðru sæti 1. deildar. Í fyrra spilaði Guðný svo flesta leiki liðsins í úrvaldsdeildinni þegar liðið hélt sæti sínu þar og á yfirstandandi keppnistímabili hefur hún spilað alla leiki liðsins og skorað í þeim fjögur mörk. Á undanförnum þremur árum hefur Guðný spilað 23 landsleiki með u17 ára landsliðinu og 3 með u19 ára liðinu.

Það er FH mikið ánægjuefni að Guðný hafi ákveðið að skrifa undir nýjan samning við félagið. Meistaraflokkur kvenna hefur þegar bætt árangur liðisins á síðasta keppnistímabili og þessi undirskrift er til marks um að FH ætlar sér ennþá stærri hluti með kvennaliðið á næstu árum.

Guðný Árnadóttir við undirskriftina í dag.

Aðrar fréttir