Guðnýju Árnadóttur boðið til æfinga hjá Kristianstads DFF

Guðný Árnadóttir

Guðný Árnadóttir

Guðnýju Árnadóttur, leikmanni meistaraflokks kvenna hjá FH, hefur verið boðið til æfinga hjá Kristianstads DFF. Liðið leikur í sænsku úrvalsdeildinni og með því leikur meðal annarra Sif Atladóttir. Þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir. Guðný mun dvelja hjá liðinu í tæpa viku, æfa með því, kynna sér aðstöðuna og fylgjast með leikjum liðsins.

Guðný, sem er fædd 2000, hefur spilað með meistaraflokki FH undanfarin tvö keppnistímabil og verið fastamaður í u17 ára landsliðinu. Hún var einnig valin í u19 ára landsliðið fyrr í þessum mánuði og spilaði alla leiki þess í undankeppni EM.

Þetta boð Kristianstads DFF er ekki bara mikil viðurkenning fyrir hana sem leikmann heldur einnig fyrir það öfluga starf sem unnið er í yngri flokkum FH. Knattspyrnudeild FH óskar Guðnýju góðs gengis í þessu spennandi verkefni.

Aðrar fréttir