Guðrún Jóna áfram þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH

Guðrún Jóna áfram þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH

Kvennaráð FH og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir gengu á fimmtudag frá samkomulagi um áframhaldandi þjálfun meistarflokks kvenna hjá félaginu.  

Guðrún Jóna hefur undanfarin tvö ár starfað sem aðstoðarmaður Helenu Ólafsdóttur jafnframt því að sinna þjálfun 2. fl. kv. Þegar Helena hætti þjálfun liðsins síðastliðið sumar tók Guðrún Jóna við starfi aðalþjálfara. Undir hennar stjórn náði liðið settum markmiðum og treysti stöðu sína í efstu deild. 

Kvennaráð FH setur markið hærra fyrir komandi tímabil og er ráðning Guðrúnar fyrsta skrefið í þá átt. 

Aðrar fréttir